Kosið um sameiningu 19. febrúar

Atkvæðagreiðsla um tillögu um sameiningu Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar fer fram laugardaginn 19. febrúar í báðum sveitarfélögunum.

Sameining Skagfirðinga í eitt sveitarfélag hafi fleiri kosti en galla.

Samstarfsnefnd, sem sveitarstjórnir Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar skipuðu til að kanna kosti og galla sameiningar sveitarfélaganna hefur skilað áliti sínu, þar sem hvatt er til sameiningar.