Drög að öllum minnisblöðum nú aðgengileg

Samstarfsnefndin hefur nú lokið yfirferð um þá fimm málaflokka sem teknir voru til sérstakrar umfjöllunar á fundum nefndarinnar. Niðurstöður vinnunnar voru dregnar saman í minnisblöð þar sem lagt var mat á núverandi stöðu sveitarfélaganna og hvaða áhrif möguleg sameining þeirra gæti haft á þau málefni sem undir viðkomandi málaflokk heyra. Íbúar eru hvattir til að kynna sér innihald þeirra. 

Drög að minnisblaði um stjórnsýslu og fjármál má finna hér.

Drög að minnisblaði um fræðslu- og félagsþjónustu má finna hér.

Drög að minnisblaði um áherslur gagnvart ríki og þingi má finna hér.

Drög að minnisblaði um frístunda- og menningarmál má finna hér.

Drög að minnisblaði um skipulags- og umhverfismál má finna hér.

Samstarfsnefndin minnir íbúa á að hægt er að koma spurningum og ábendingum á framfæri með því að ýta á fyrirspurnarhnappinn hér á vefsíðunni.