Fjörugur íbúafundur í Héðinsminni

Rúmlega 100 manns sóttu íbúafund í Héðinsminni 8. febrúar. Fundargestir voru ýmist á staðnum í Héðinsminni, eða tóku þátt stafrænt á Zoom. Fundinum var einnig streymt á Facebook síðu verkefnisins og hefur upptakan fengið um 550 áhorf þegar þetta er skrifað.

Á fundinum voru forsendur sameiningartillögu og framtíðarsýn samstarfsnefndar fyrir sameinað sveitarfélag kynntar. Í lok fundarins var íbúum gefinn kostur á að spyrja fulltrúa í samstarfsnefnd og ráðgjafa spurninga. Tóku 13 einstaklingar til máls.

Hægt er að horfa á upptöku af kynningunni á facebooksíðunni Skagfirðingar-sameiningarverkefni. 

Umræður voru mjög líflegar og fengu íbúar svör við fjölmörgum spurningum. Unnið er að því að koma svörum á framfæri í spurt og svarað hér á vefnum.