Íbúafundir um sameiningarviðræður

Frá íbúafundi í Héðinsminni í ágúst 2021. Mynd: SMH. feykir.is
Frá íbúafundi í Héðinsminni í ágúst 2021. Mynd: SMH. feykir.is

Samstarfsnefnd um sameiningu Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar, boðar til tveggja íbúafunda þriðjudaginn 26. október. Haldnir verða tveir samskonar fundir og eru þeir opnir öllum.

  • Í Félagsheimilinu Ljósheimum við Sauðárkrók kl. 17 til 18.30
  • Í Héðinsminni Blönduhlíð kl. 20 til 21.30

Á fundunum verður kynning á stöðu verkefnisins og umfjöllun um stöðu málaflokka í starfsemi sveitarfélaganna og mögulegar breytingar ef til sameiningar kemur. Samstarfsnefndin hvetur íbúa til þess að mæta, kynna sér málin og koma sínum sjónarmiðum á framfæri.

Fundunum verður streymt á Facebooksíðum sveitarfélaganna. Á fundinum verður notað rafrænt samráðskerfi svo allir sitji við sama borð, þ.e. þeir sem mæta á fundarstað og þeir sem fylgjast með í streymi. Auk þess verður boðið upp á spurningar og ábendingar úr sal.

Til að taka þátt á menti.com þarf að hafa síma, snjalltæki eða tölvu og fara inn á síðuna menti.com. Þar þarf að slá inn töluröð sem gefinn verður upp á fundinum og þá opnast samráðskerfið.

Kynningarnar frá fundunum verða gerðar aðgengilegar á skagfirdingar.is að fundum loknum.

Við vonumst til þess að sjá sem flesta!