Kjörstaðir sameiningarkosninga 19. febrúar

Laugardaginn 19. febrúar fara fram kosningar um sameiningu Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar.

Rétt til að kjósa hafa allir 18 ára og eldri sem eru á kjörskrá í viðkomandi sveitarfélagi. Kjörskrár liggja frammi á skrifstofum sveitarfélaganna. Einstaklingar geta athugað hvort þeir séu á kjörskrá og hvar þeir eigi að kjósa á heimasíðu Þjóðskrár. (hlekkurinn er í frétt á vefnum)

Kjósendur skulu hafa meðferðis persónuskilríki.

Kjörfundir fara fram í hvoru sveitarfélagi og verða þeir opnir sem hér segir:

 • Kjörfundur í Akrahrepp fer fram í Héðinsminni frá kl. 12
 • Kjörfundir í Sveitarfélaginu Skagafirði:
  • Bóknámshús FNV frá kl. 9
  • Félagsheimilið Höfðaborg frá kl. 10
  • Varmahlíðarskóli frá kl. 10
  • Félagsheimilið Ketilás frá kl. 12
  • Grunnskólinn á Hólum frá kl. 12
  • Félagsheimilið Árgarður frá kl. 12
  • Skagasel frá kl. 12

Kjörfundi má slíta 8 klst. eftir að kjörfundur hefst, enda sé þá hálf klukkustund liðin frá því að kjósandi gaf sig síðast fram, og hvenær sem er ef allir sem á kjörskrá standa hafa greitt atkvæði. Kjörfundi má einnig slíta fimm klukkustundum eftir opnun ef öll kjörstjórnin er sammála um það, enda sé þá hálf klukkustund liðin frá því að kjósandi gaf sig síðast fram.

Kjörfundi skal slitið eigi síðar en kl. 22:00

Aðsetur kjörstjórnar í Akrahreppi verður í Héðinsminni

Aðsetur kjörstjórnar í Sveitarfélaginu Skagafirði verður í Bóknámshúsi FNV á Sauðárkróki

Talning atkvæða fer fram þar sem kjörstjórn hefur aðsetur og hefst eftir að öllum kjörstöðum hefur verið lokað. Verða atkvæða talin og úrslit birt í hvoru sveitarfélagi og á skagfirdingar.is

Um undirbúning, framkvæmd og frágang sveitarstjórnarkosninga fer eftir lögum um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998.

Kjörstjórnir Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar.