Kosið um sameiningu 19. febrúar

Samstarfsnefnd um sameiningu Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur unnið greinargerð um sameiningu sveitarfélaganna. Með vísan til þeirrar greiningar er það álit nefndarinnar að fram skuli fara atkvæðagreiðsla meðal íbúa sveitarfélaganna um sameiningu sveitarfélaganna í eitt.

Álit nefndarinnar og greinargerð hafa fengið tvær umræður í sveitarstjórnum sveitarfélaganna, án atkvæðagreiðslu, samkvæmt 2. mgr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Atkvæðagreiðsla um tillögu um sameiningu sveitarfélaganna fer fram laugardaginn 19. febrúar í báðum sveitarfélögunum. Við ákvörðun um kjördag hefur þess verið gætt að tillagan verði kynnt íbúum með a.m.k. tveggja mánaða fyrirvara eins og áskilið er í 4.mgr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.