Niðurstöður skuggakosninganna

Í aðdraganda kosninga um sameiningartillgögu Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar, þann 19. febrúar, var ákveðið að efna til skuggakosninga um tillögurnar meðal nemenda í 8.-10. bekkjar grunnskólanna og nemenda í FNV sem ekki höfðu náð 18 ára aldri.
Kosningarnar fóru fram í vikunni 14.-18. febrúar en kynningar á tillögunni fóru fram í grunnskólunum og FNV í vikunni á undan. 263 nemendur höfðu rétt til þess að kjósa um tillöguna en 160 nýtti sér þann rétt og kosningaþátttaka því um 61%.

Niðurstöður kosninganna urðu á þá leið að 113 voru samþykkir tillögunni eða 82,5% en 24 voru henni andvígir eða 17,5%. Auðir og ógildir seðlar voru 23.