Utankjörfundaratkvæðagreiðslur hafnar

Haraldur Jónasson / Hari
Haraldur Jónasson / Hari

Þann 28. desember sl. voru samþykkt á Alþingi lög breytingu á kosningalögum, nr. 112/2021, sem fela í sér að kosningar um sameiningu Akrahrepps og Sveitarfélagins Skagafjarðar skuli fara fram samkvæmt lögum um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998 og lögum um kosningar til Alþingis nr. 24/2000, en ekki samkvæmt kosningalögum nr. 112/2021 sem tóku gildi 1. janúar 2022. Þetta þýðir meðal annars að utankjörfundaratkvæðagreiðsla er hafin hjá sýslumönnum um land allt og hjá sendiráðum erlendis. Íbúar sveitarfélaganna, sem eiga kosningarétt í kosningunum samkvæmt II. kafla laga um kosningar til sveitarstjórna og eiga þess ekki kost að mæta á kjörstað, geta því greitt atkvæði sitt hjá sýslumönnum og í sendiráðum á opnunartíma fram að kjördegi þann 19. febrúar nk.

Nánari upplýsingar um kosningar utan kjörfundar er að finna í XII. kafla laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000 og í frétt á vef stjórnarráðsins um utankjörfundaratkvæðagreiðslu á sendiskrifstofum