Samstarf sveitarfélaganna

Árið 1998 sameinuðust 11 af 12 sveitarfélögum í Skagafirði og úr varð Sveitarfélagið Skagafjörður. Eftir standa því tvö sveitarfélög í firðinum, Akrahreppur og Sveitarfélagið Skagafjörður. Sveitarfélögin eiga í umfangsmiklu samstarfi um hina ýmsu þjónustu, bæði í samstarfi við önnur sveitarfélög og sín á milli.

Sveitarfélögin eiga samstarf um átta verkefni sem þau hafa samið um:

 • Stofnsamningur Norðursorps [Norðurá] bs.
 • Samstarfssamningur um skipan heilbrigðisnefndar og rekstur Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra
 • Samningur milli Akrahrepps og Sv. Skagafjarðar um framkvæmd verkefna
 • Samkomulag um rekstur Varmahlíðarskóla, Tónlistarskóla Skagafjarðar og leikskólans Birkilundar
 • Samkomulag um samstarf um rekstur Náttúrustofu Norðurlands vestra
 • Sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk
 • Skipulagsskrá fyrir Farskólann – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra
 • Samningur milli Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um þjónustu skipulags- og byggingarfulltrúa

Að auki er eftirfarandi samningur í gildi, utan þess samstarfs sem Akrahreppur og Sveitarfélagið Skagafjörður eiga í:

 • Samningur um fjallskil (Hörgársveit, Akrahreppur)

Á grundvelli samstarfssamnings milli sveitarfélaganna annast Sveitarfélagið Skagafjörður eftirtalin verkefni fyrir Akrahrepp:

 • Grunnskóli
 • Leikskóli
 • Tónlistarskóli
 • Íþróttamiðstöð Varmahlíð og önnur íþróttamannvirki í Varmahlíð
 • Barnavernd
 • Frístundastarf barna
 • Dagþjónustu fyrir aldraða
 • Héraðsbókasafn, Héraðsskjalasafn, safnahús og Byggðasafn Skagfirðinga
 • Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Skagafirði og þjónustu atvinnu- og ferðamálafulltrúa
 • Almannavarnir, brunavarnir og eldvarnaeftirlit
 • Fasteignir í sameign sveitarfélaganna tveggja
 • Rekstur mótttökustöðvar fyrir sorp (viðauki)
 • Þjónusta skipulags- og byggingafulltrúa (sérstakur samningur)

Í þeim tilvikum þar sem teknar eru ákvarðanir um rétt eða skyldu manna í skilningi stjórnsýslulaga nr. 37/1993, framselur Akrahreppur því valdi til Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Hreppsnefnd Akrahrepps tekur sjálf ákvarðanir um veitingu þjónustu á grundvelli barnaverndarlaga en Sveitarfélagið Skagafjörður annast rekstur og stjórnsýslu málanna.

Framkvæmd samningsins er rædd á sameiginlegum fundi byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar og hreppsnefndar Akrahrepps einu sinni á ári.