STJÓRNSÝSLA OG FJÁRMÁL

Lagt verður mat á stjórnsýslu sveitarfélaganna eins og hún er í dag og hvaða breytingar eru líklegar ef til sameiningar kemur. Sérstaklega verður fjallað um möguleika til að stuðla að þátttöku íbúa í nefndarstarfi og beinni þátttöku íbúa í einstaka ákvörðunum.

Fjárhagsstaða sveitarfélaganna verður greind og lagt mat á áhrif sameiningar á þróun fjárhags sveitarfélaganna. Rekstrar- og efnahagsreikningur fyrir sameinað sveitarfélag verður byggður á fyrirliggjandi áætlunum sveitarfélaganna og áhrif sameiningar metin á framlögum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Þá verður gerður samanburður á gjaldskrám og álagningarstofnum.

Kynningarmyndband

Stjórnsýsla. Drög að minnisblaði til umræðu á samráðsfundi með íbúum 26. október 2021