Kynning frá íbúafundi í ágúst 2021

Akrahreppur og Sveitarfélagið Skagafjörður hafa gengið í formlegar sameiningarviðræður. Áður en sveitastjórnir tóku ákvörðun um hvort ætti að hefja formlegar sameiningarviðræður, voru haldnir íbúafundir í hvoru sveitarfélaginu fyrir sig þar sem helstu niðurstöður greiningar ráðgjafa voru kynntar og kallað eftir sjónarmiðum og ábendingum íbúa.

Íbúafundirnir fóru fram 26. ágúst 2021. Hér fyrir neðan má finna hlekk á íbúafundina og skýrslu ráðgjafa sem kynnt var á fundunum.

Íbúafundur í Akrahreppi

Íbúafundur í Sveitarfélaginu Skagafirði 

Hér má lesa skýrslu ráðgjafa í heild sinni.