Kjörskrár vegna sameiningarkosninga 19. febrúar 2022

Þjóðskrá gerir kjörskrárstofn sem sveitarstjórnir fjalla um.
Þjóðskrá gerir kjörskrárstofn sem sveitarstjórnir fjalla um.

Þann 19. febrúar nk. fara fram kosningar um tillögu að sameiningu Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar.

Á kjörskrá í Akrahreppi eru 156 einstaklingar og í Sveitarfélaginu Skagafirði 2.963 einstaklingar.

Kjörskrár liggja frammi á skrifstofum sveitarfélaganna öllum almenningi til sýnis á almennum skrifstofutíma fram að kjördegi. Athugasemdir við kjörskrá skal send hlutaðeigandi sveitarstjórn. Íbúar í Akrahreppi eru beðnir um að hafa samband við oddvita. 

Á vefsíðu Þjóðskrár er hægt að fletta rafrænt upp í kjörskrá. 

Í lögum um kosningar til sveitarstjórnar nr.5/1998 segir m.a:

Sveitarstjórn skal þegar taka til meðferðar athugasemdir er henni berast vegna kjörskrár og gera viðeigandi leiðréttingar á henni. Slíka leiðréttingu má gera fram á kjördag. Óheimilt er að breyta kjörskrá ef tilkynning um nýtt lögheimili hefur ekki borist Þjóðskrá Íslands fyrir þann tíma er greinir í 5. gr.
Sveitarstjórn skal enn fremur fram á kjördag leiðrétta kjörskrá ef henni berst vitneskja um andlát eða um að einhver hafi öðlast, eftir atvikum misst, íslenskt ríkisfang.