Upptökur og önnur gögn frá samráðsfundum

Hrefna Jóhannesdóttir formaður samstarfsnefndar og oddviti Akrahrepps setur fund í Ljósheimum
Hrefna Jóhannesdóttir formaður samstarfsnefndar og oddviti Akrahrepps setur fund í Ljósheimum

Í gær, þriðjudaginn 26. október, fóru fram tveir samráðsfundir með íbúum Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Markmið fundanna var að kynna stöðu verkefnisins og næstu skref, fjalla um stöðu málaflokka í starfsemi sveitarfélaganna og mögulegar breytingar ef til sameiningar kemur. Einnig var markmiðið að heyra sjónarmið íbúa áður en sameiningartillagan verður fullmótuð.

Áætlað er að álit samstarfsnefndar og sameiningartillaga verði tilbúin um miðjan nóvember og að kynningarferli hefjist um miðjan desember. Sameiningarkosningar munu fara fram í febrúar. 

Hér má nálgast kynningarefni frá fundunum, upptökur og þær spurningar og ábendingar sem íbúar lögðu fram í gegnum menti.com. Auk þess bárust spurningar og ábendingar úr sal.

Samráðsfundur í Ljósheimum

Samráðsfundur í Héðinsminni

Spurningarnar og svör við þeim munu birtast hér á vefnum undir Spurt og svarað