Viðmiðunardagur kjörskrár 29. janúar

Viðmiðunardagur kjörskrár er laugardagurinn 29. janúar nk. þ.e. þá er kjörskrárstofninn myndaður sem þýðir að allir flutningar á lögheimili á milli og innan sveitarfélaga þurfa að berast Þjóðskrá í síðasta lagi 29. janúar eigi þær breytingar að verða skráðar í þjóðskrá fyrir viðmiðunardag.

Flutningar á lögheimili sem eiga sér stað eftir viðmiðunardag hafa ekki áhrif á útgáfu kjörskrárstofns.